Forskóli

Forskólinn er fyrir börn 6-9 ára

Kennsla fer fram 2x í viku á þriðjudögum og föstudögum – skipt í hópa eftir aldri.

Markmið forskólans er að búa nemendur sem best undir hljóðfæranám. 

Nemendur fá alhliða þjálfun í tónlist. Mikið er lagt upp úr að nemendur læri tónlist í gegnum söng, hlustun, hreyfingu, leik og sköpun. Ýmis tákn og hugtök tónlistarinnar eru kynnt og nemendum er kennt að leika á ásláttarhljóðfæri og blokkflautu.

Félagslegi þátturinn er mjög viðamikill í forskólanáminu, þar sem kennt er í hópum.

Forskólanemendur taka virkan þátt í tónleikahaldi skólans.

Scroll to top