Leiga á hljóðfærum

Skólinn lánar strengjahljóðfæri í litlum stærðum til nemenda. Leiga á hljóðfærum er kr. 25.000,- fyrir skólaárið

  • Foreldrar/forráðamenn nemenda sem hafa hljóðfæri á leigu bera fulla ábyrgð á þeim.
  • Gerður er leigusamningur að hausti þar sem foreldrar skrifa undir og leigugjald er greitt.
  • Hljóðfæri í útleigu eru ekki tryggð að hálfu skólans.
  • Við bendum því foreldrum eindregið á að tryggja þau.
  • Allt viðhald hljóðfærisins á leigutímanum svo og skemmdir af völdum slæmrar meðferðar eru á kostnað leigutaka.
  • Það er stranglega bannað að lána hljóðfærin til þriðja aðila.
Scroll to top