Innritun og skólagjöld

Inntökuskilyrði
Rétt til skólavistar hefur hver sá er áhuga hefur á tónlistarnámi því sem skólinn býður upp á. Þurfi hinsvega að takmarka fjölda nemenda í einstökum námssviðum er skólanum heimilt að beita tímabundnum hæfnisprófum.

Nemendur hefja nám sitt í flestum tilvikum í forskóla og velja sér síðan hljóðfæri eftir eins til tveggja ára nám þar. Krafist er góðrar ástundunar og heimavinnu.

Innritun
Innritun nemenda fer að mestu fram að vori og greiða nemendur staðfestingargjald um leið og umsókn er skilað inn til skrifstofu. Staðfestingargjald er ekki endurgreitt komi nemandi ekki í skólann að hausti.

Tekið er á móti umsóknum nýrra nemenda allt árið.

ATH! Nótnabækur eru ekki innifaldar í skólagjöldunum. Foreldrar eru því beðnir um að gera ráð fyrir kaupum á einhverjum nótnabókum yfir veturinn. Að koma sér upp góðu nótnabókasafni er mjög mikilvægt fyrir nemandann.

Skólagjöld
Ganga þarf frá skólagjöldum fyrir allt skólaárið áður en niðurröðun og kennsla hefst.
Skólagjöld eru greidd og frístundastyrk ráðstafað í gegnum Sportabler: 
https://www.sportabler.com/shop/frirvk/teb 

Veittur er systkinaafsláttur. Fyrsta barn borgar fullt gjald, annað og þriðja barn fá 10% afslátt.

Scroll to top