Kennarar og starfsfólk

Við skólann starfa frábærir kennarar sem allir hafa mikla reynslu í að starfa með börnum, við kennslu og/eða mikla reynslu úr tónlistarlífi landsins.

bjarni

BJARNI SVEINBJÖRNSSON

BASSI - GÍTAR - SAMSPIL
bjarni@teb.is

Bjarni lærði ungur á gítar og bassa hjá Tónskóla Sigursveins og síðar á bassa í Tónlistarskóla FÍH. Bjarni útskrifaðist sem bassaleikari frá Musicians Institute (MIT) í Los Angeles árið 1985 og hefur síðan þá verið einn af eftirsóttustu bassaleikurum landsins. Bjarni hefur kennt við marga tónlistaskóla þar á meðal Tónlistarskóla FÍH, Tónlistarskólann í Hafnarfirði og Listaskóla Mosfellsbæjar. Bjarni kennir nú eingöngu við Tónskóla Eddu Borg. Bjarni hefur haldið tónleika og gefið út sína eigin tónlist auk þess að leika með mögum af okkar fremstu tónlistarmönnum. Bjarni er meðlimur í hljómsveitinni Gammar sem leika nýja tónlist eftir meðlimi á Jazzhátíð Reykjavíkur 2020.

edda

EDDA BORG ÓLAFSDÓTTIR

SKÓLASTJÓRI
skolastjori@teb.is

Edda Borg lærði á píanó á Ísafirði hjá Ragnari H. Ragnar frá 6 ára aldri. Eftir grunnskóla flutti Edda til Reykjavíkur og stundaði nám við Tónlistarskólann Í Reykjavík hjá Halldóri Haraldssyni píanóleikara og útskrifaðist sem Tónmenntakennari vorið 1988. Ári síðar stofnaði Edda Tónskóla Eddu Borg.

Edda hefur verið virk í tónlistarlífinu bæði sem hljóðfæraleikari og söngkona síðan hún var 16 ára. Edda hefur gefið út tvær plötur með eigin efni “No Words Needed” sem kom út árið 2013 og “New Suit” sem kom út vorið 2019

asbjorg_teb

Ásbjörg Jónsdóttir

PÍANÓ
asbjorg@teb.is
Ásbjörg Jónsdóttir er tónskáld, tónlistarkona og tónlistarkennari. Hún lauk BA gráðu í tónsmíðum frá LHÍ árið 2014 og MA gráðu frá sama skóla árið 2018. Samhliða og áður hefur Ásbjörg lokið framhaldsprófi í píanóleik og rytmískum söng auk þess að hafa stundað rytmískan píanóleik hjá Sunnu Gunnlaugs og Agnari Má m.a. í FÍH. Ásbjörg hefur kennt á píanó, hljómfræði, tónfræði, stjórnað barnakór og kennt ungabörnum tónlist í Tónagulli. Ásbjörg hefur einnig tekið að sér önnur verkefni í tónlist svo sem upptökur, útsetningar og rannsóknir og hefur gefið út tvær plötur með sinni eigin tónlist. Ásbjörg vinnur um þessar mundir að rannsókn um jazz á Íslandi í samstarfi við Þorbjörgu Daphne Hall og Oxford University Press. Þá kom út bókin: „Endalaus gleði: Syngjum saman” með 12 nýjum barnakórlögum eftir Ásbjörgu í apríl 2019. 
halldor

HALLDÓR SVEINSSON

PÍANÓ
halldors@teb.is

Halldór hóf tónlistarnám við Tónlistarskóla Ísafjarðar 8 ára gamall og lærði þar bæði á píanó og fiðlu. Hann lauk B.A. gráðu í Menntun og miðlun árið 2011 og meistaragráðu í listkennslu árið 2016 frá Listaháskóla Íslands. Einnig hefur Halldór stundað nám í rytmískri tónlist við FÍH og Jazz-Schule Berlín. Halldór hefur starfað sem píanókennari frá árinu 2012 auk þess að kenna tónfræðigreinar. Hann er einnig starfandi tónlistarflytjandi og hefur komið fram með ýmsum hljómsveitum og tónlistarmönnum.

Halldór hefur kennt við TEB frá haustönn 2012.

haukur

HAUKUR HLÍÐBERG

HARMÓNÍKA
haukurh@teb.is

Haukur er fæddur árið 1993.  Hann hóf nám í harmóníkuleik 8 ára gamall hjá Reyni Jónassyni í Tónlistarskólanum í Garðabæ.  Eftir miðstigspróf hóf hann nám hjá Guðmundi Samúelssyni í Tónskóla Eddu Borg og var meðlimur í Harmóníkukvintett Reykjavíkur.  Auk þess var hann 6 ár í Drengjakór Reykjavíkur undir stjórn Friðriks S Kristinssonar.

magnus_trommur

Magnús Skúlason

SLAGVERK - TROMMUR
magnus@teb.is

Magnús hefur spilað á trommur frá 11 ára aldri, en hann hóf sitt slagverksnám í Tónlistarskóla Austur-Húnavatnssýslu árið 2001. Síðan hefur hann fengist við tónleikahald og tónsmíðar bæði innanlands og erlendis frá árinu 2010. Hann lauk framhaldsprófi á trommusett ásamt tónfræðigreinum frá Tónlistarskóla M.Í.T. vorið 2020 og leggur stund á Ryþmíska kennslufræði við Listaháskóla Íslands. Magnús hefur sinnt stundakennslu við Tónlistarskólann í Hafnarfirði og Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts.

Magnús hóf störf við TEB haustið 2021

moeidur

MÓEIÐUR SIGURÐARDÓTTIR

FIÐLA
moeidur@teb.is

Móeiður Anna Sigurðardóttir fiðlukennari hóf nám á fiðlu en færði sig yfir á víólu á unglinsárunum og lærði hjá Helgu Þórarinsdóttur. Þaðan lá leiðin til Bandaríkjanna og stundaði lauk hún BM nám hjá Patrica McCarty í Boston Conservatory áður en hún flutti sig yfir í Boston University og lauk þar MM námi í víóluleik hjá Georg Neikrug. Eftir það tók hún Post Graduate gráðu hjá Marjolein Dispa í Sweelinck Conservatorium í Amsterdam. Að námi loknu hóf hún störf sem víóluleikari hjá Opera North í Leeds í Englandi þar sem hún starfaði í 7 ár. Síðan hún flutti heim til Íslands hefur hún sinnt fiðlu og víólukennslu ásamt því að leika með hljómsveit Íslensku Óperunnar, SinfoniaNord, Sinfóníuhljómsveit Íslands ofl. Hún hefur kennt í Garðabæ og Grafarvogi auk þess að starfa í Tónskólanum Do Re Mi frá 2015. Móeiður hóf störf í Tónskóla Eddu Borg haustið 2021.

rag

RAGNHEIÐUR BJARNADÓTTIR

PÍANÓ
ragnheidurb@teb.is

Ragnheiður hóf tónlistarnám sitt í Skagafirði og hlaut kennslu fyrst á Hofsósi og síðar á Sauðárkróki hjá ýmsum kennurum, tók 8. stig á píanó þar og útskrifaðist frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki af félagsfræði- og tónlistarbraut.
Hún hóf nám við Tónlistarskólann í Reykjavík haustið 1995 hjá Peter Máté og lauk píanókennaranámi þaðan vorið 1999.
Ragnheiður hóf kennslu við Tónskóla Eddu Borg haustið 1997.

vigdis_teb

Vigdís Garðarsdóttir

FORSKÓLI - TÓNFRÆÐI
vigdis@teb.is
Vigdís stundaði nám við Tónlistarskóla Eyfjarðar og Akureyrar frá barnsaldri og útskrifaðist sem tónmenntakennari frá Tónlistarskóla Reykjavíkur árið 2000. Hún hefur starfað sem tónmenntakennari og almennur kennari á Flateyri, Akureyri, Sólheimum í Grímsnesi og í vesturbæ Reykjavíkur. Hún hóf störf sem tónfræðikennari haustið 2020.
Scroll to top