Kennarar og starfsfólk

Við skólann starfa frábærir kennarar sem allir hafa mikla reynslu í að starfa með börnum, við kennslu og/eða mikla reynslu úr tónlistarlífi landsins.

edda

EDDA BORG ÓLAFSDÓTTIR

SKÓLASTJÓRI
eddaborg@eddaborg.is

Edda Borg lærði á píanó á Ísafirði hjá Ragnari H. Ragnar frá 6 ára aldri. Eftir grunnskóla flutti Edda til Reykjavíkur og stundaði nám við Tónlistarskólann Í Reykjavík hjá Halldóri Haraldssyni píanóleikara og útskrifaðist sem Tónmenntakennari vorið 1988. Ári síðar stofnaði Edda Tónskóla Eddu Borg.

Edda hefur verið virk í tónlistarlífinu bæði sem hljóðfæraleikari og söngkona. Edda hefur gefið út tvær plötur með eigin efni “No Words Needed” sem kom út árið 2013 og “New Suit” sem kom út vorið 2019

bjarni

BJARNI SVEINBJÖRNSSON

AÐSTOÐARSKÓLASTJÓRI BASSI - GÍTAR - SAMSPIL
bjarnisveinbjornsson@gmail.com

Bjarni lærði ungur á gítar og bassa hjá Tónskóla Sigursveins og síðar á bassa í Tónlistarskóla FÍH. Bjarni útskrifaðist sem bassaleikari frá Musicians Institute (MIT) í Los Angeles árið 1985 og hefur síðan þá verið einn af eftirsóttustu bassaleikurum landsins. Bjarni hefur kennt við marga tónlistaskóla þar á meðal Tónlistarskóla FÍH, Tónlistarskólann í Hafnarfirði og Listaskóla Mosfellsbæjar. Bjarni kennir nú eingöngu við Tónskóla Eddu Borg.

gerdur

GERÐUR BOLLADÓTTIR

FORSKÓLI
gerdurbo@mi.is

Gerður er söngkona og leikskólakennnari að mennt, jafnhliða söngnum hefur hún kennt tónlist síðastliðin 20 ár. Eftir að Gerður lauk burtfararprófi í söng frá Íslandi 1994 hélt hún til framhaldsnáms í Bandaríkjunum við tónlistarháskólann Bloomington Indiana þar sem hún lærið óperu og ljóðasöng í 6 ár.

Árið 2000 kom Gerður heim og hefur starfað sem söngkona og tónlistarkennari allar götur síðan, fyrst í leikskólum og síðar við tónskóla Do, Re, Mi og tónskóla Sigursveins Kristinssonar.  Tónsköpun er aðal áhugamál Gerðar í kennslunni og hafa nemendur hennar og hún sjálf frumflutt mikið af eigin tónlist í gegnum tíðina.

halldor

HALLDÓR SVEINSSON

PÍANÓ - TÓNFRÆÐI
dorifidla@gmail.com

Halldór kennir bæði á píanó og fiðlu. Hann útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands 2011.

Halldór hefur kennt við TEB frá haustönn 2012.

JonO

JÓN ÓMAR ÁRNASON

GÍTAR
jonarnarson@gmail.com

Jón Ómar útskrifast með burtfararpróf í rafgítarleik af rytmískri tónlistarbraut MÍT (áður jazzdeild Tónlistarskóla FÍH) en þar stundaði nám undir handleiðslu þeirra Sigurðar Flosasonar og Andrésar Þórs Gunnlaugssonar auk annarra.  Árið 2010 útskrifaðist Jón Ómar með B.A. gráðu frá Leeds College of Music á Englandi.  Auk þess að hafa jazztónlistarfræði sem aðalfag (Major) Í Leeds var Jón Ómar í tónsmíðum og „jazz performance“ sem aukafögum (Minor). Jón Ómar hefur áður á gítar við Tónlistarskóla Árbæjar.

JonOskar

JÓN ÓSKAR JÓNSSON

SLAGVERK - TROMMUR
jonoskarjons@gmail.com

Jón Óskar hefur kennt við skólann í nokkur ár. Meðfram kennslu er Jón virkur í tónlistarlífinu, spilar m.a. með Sóleyju bæði hér heima og erlendis.
Jón Óskar útskrifaðist frá Tónlistarskóla FÍH á vorönn 2013.

mMani

MIKAEL MÁNI ÁSMUNDSSON

GÍTAR
mikaelm27@gmail.com

Mikael Máni hóf tónlistarnám 5 ára og útskrifaðist með burtfararpróf frá FÍH 18 ára gamall. Sama ár fluttist hann til Hollands þar sem hann lærði við hinn virta tónlistarháskóla Conservatorium van Amsterdam. Þaðan útskrifaðist hann í júní 2018 undir handleiðslu jazzgítarleikarans Jesse van Ruller, sem er með fremstu jazzgítarleikurum heims. 

Mikael hefur verið virkur meðlimur hinnar íslensku jazzsenu í nokkur ár og leikið með mörgum af fremstu jazzspilurum landsins. Hann hefur sent frá sér tvær plötur. Árið 2017 með dúettnum Marína & Mikael en sú plata fékk tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem plata ársins í flokki jazz og blús. Hann sendi síðan frá sér sína fyrstu sólóplötu með tríóinu sínu í maí 2019, en á henni leika auk Mikaels, Skúli Sverrisson á rafbassa og Magnús Trygvason Elíassen á trommur. 

rag

RAGNHEIÐUR BJARNADÓTTIR

PÍANÓ
ragnh.bjarna@gmail.com

Ragnheiður hóf tónlistarnám sitt í Skagafirði og hlaut kennslu fyrst á Hofsósi og síðar á Sauðárkróki hjá ýmsum kennurum, tók 8. stig á píanó þar og útskrifaðist frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki af félagsfræði- og tónlistarbraut.
Hún hóf nám við Tónlistarskólann í Reykjavík haustið 1995 hjá Peter Máté og lauk píanókennaranámi þaðan vorið 1999.
Ragnheiður hóf kennslu við Tónskóla Eddu Borg haustið 1997.

solborg

SÓLBORG VALDIMARSDÓTTIR

PÍANÓ
solborgv@gmail.com

Sólborg Valdimarsdóttir hóf píanónám við Tónmenntaskóla Reykjavíkur átta ára gömul. Eftir það lá leið hennar í Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem Peter Máté var hennar aðalkennari. Vorið 2009 lauk hún Bachelornámi við Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Peter Máté  og lauk síðan mastersprófi í píanóleik vorið 2011 frá Det Jyske Musikkonservatorium. Hennar aðalkennarar þar voru Prof. Anne Øland og Thomas Tronhjem. Sólborg hefur spilað einleik og komið fram með ýmsum kammerhópum hér heima og í Danmörku meðal annars á Tónlistarhátíðinni Bergmál og Tónlistarhátíð Unga Fólksins. Meðfram tónleikahaldi hefur Sólborg verið að kenna á píanó í Danmörku og á Íslandi. Sólborg stundar nú diplómanám í listkennslu við Listaháskóla Íslands og mun útskrifast þaðan vorið 2014.

vedis

VÉDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR

ÞVERFLAUTA
vedis.vantida@gmail.com

Védís hóf tónlistarnám fjögurra ára gömul við Tónlistarskóla Vestmanneyja. Í kjölfarið lærði hún hjá m.a hjá Áshildi Haralds, Martial Nardeau og Guðrúnu Birgisdóttur. Hún hefur einnig stundað tónlistarnám í Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi þar sem hún lauk mastersnámi í tónlistarfræðum árið 2006 við University of West London. Védís hefur kennt á saxófón, píanó og þverflautu frá árinu 1998, sótt marga mastersclassa og námskeið, stjórnað barnakórum og flautukór. Einnig hefur hún spilað við allskyns tilefni og tekið þátt í margskyns tónleikahaldi, þá bæði með innlendum og erlendum tónlistarmönnum.

sigrunH2

Sigrún H.

FIÐLA
sigrunfidla@gmail.com

Sigrún stundaði B.Mus nám í fiðluleik við Listaháskóla Ísland og M.Mus nám í fiðluleik ásamt Suzuki kennara réttindum við University of Denver. Hún hefur kennt á fiðlu frá árinu 2008 á Íslandi, Grænlandi og í Bandaríkjunum. Sigrún er virkur þáttankandi í íslensku tónlistarlífi, er stofnmeðlimur kammerhópsins Cauda Collective, leikur á tónleikum um allan heim með Ólafi Arnalds, er meðlimur Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og strengjakvartettsins Lýru og hefur spilað með tónlistarhópum á borð við Caput, Spiccato og Skark. 

thora

ÞÓRA I. GUÐNADÓTTIR

RITARI
ritariteb@gmail.com

Þóra Guðnadóttir hóf störf sem ritari hjá TEB á haustið 2010. Þóra vann áður sem verkefnastjóri hjá Bandalagi islenskra skáta, verkefna/prófstjóri í Háskólanum í Reykjavík og skrifstofustjóri á Læknasetrinu.

Scroll to top