Námskeið

Námskeið eru frábær leið til að læra grunnatriðin í hljóðfæraleik. Við bjóðum upp á 8-10 vikna hóptíma, fyrir börn og fullorðna, þar sem hægt er að læra á eftirfarandi hljóðfæri

Gítarnámskeið – 8 vikur

Ætlar þú að spila undir fjöldasöng næsta sumar?

Skemmtilegir hóptímar þar sem farið er yfir helstu undirstöðuatriðin í gítarleik. 
Nemendur læra að spila grip og notast er við þekkt dægurlög

Hér eru frekari upplýsingar um námskeið fyrir fullorðna

Bassanámskeið – 10 vikur

Hvað væri “Another One Bites the Dust” eða “China Girl” án bassa? 

Bassinn heldur bandinu saman og hreyfir við þeim sem hlusta. Farið er yfir undirstöðuatriði bassaleik á skemmtilegan og gefandi hátt. 

Trommunámskeið – 10 vikur

Eru ekki allir með trommusett í stofunni? 

Það geta allir æft sig á trommur þótt þeir hafi ekki óhindraðan aðgang að trommusetti. Það er til dæmis hægt að æfa sig helling á platta og fá svo útrás á settinu inn á milli. 

Hljómborðsnámskeið – 10 vikur

Tónvísindin eru byggð á nótnaborðinu.

Það blasir allt við á hljómborðinu. Hljómborðsleikarinn sér allt í samhengi og vinnur með heildarmyndina.

Skráningar á námskeið fara fram með því að fylla út eftirfarandi form:
Skráningar fyrir börn
Skráningar fyrir fullorðna

Scroll to top