Námskeið

Námskeið eru frábær leið til að læra grunnatriðin í hljóðfæraleik. Við bjóðum upp á 10 vikna hóptíma þar sem hægt er að læra á eftirfarandi hljófæri:

Gítarnámskeið

Ætlar þú að stjórna brekkusöng næsta sumar?

Skemmtilegir hóptímar þar sem farið er yfir helstu undirstöðuatriðin í gítarleik. 
Nemendur læra að spila grip og notast er við þekkt dægurlög

Bassanámskeið

Hvað væri “Another One Bites the Dust” eða “China Girl” án bassa? 

Bassinn heldur bandinu saman og hreyfir við þeim sem hlusta. Farið er yfir undirstöðuatriði bassaleik á skemmtilegan og gefandi hátt. 

Trommunámskeið

Eru ekki allir með trommusett í stofunni? 

Það geta allir æft sig á trommur þótt þeir hafi ekki óhindraðan aðgang að trommusetti. Það er til dæmis hægt að æfa sig helling á platta og fá svo útrás á settinu inn á milli. 

Hljómborðsnámskeið

Tónvísindin eru byggð á nótnaborðinu.

Það blasir allt við á hljómborðinu. Hljómborðsleikarinn sér allt í samhengi og vinnur með heildarmyndina.

Scroll to top