Gítarnámskeið fyrir fullorðna

Ætlar þú að spila undir fjöldasöng næsta sumar?

Gítarnámskeiðin hjá okkur eru kennd í litlium hópum þar em farið er yfir helstu undirstöðuatriðin í gítarleik.
Nemendur læra meðal annars að spila grip og notast er við þekkt dægurlög.
Það er fullkomlega raunhæft að þú getir spilað undir fjöldasöng eftir veturinn!

Námskeiðagjaldið kr. 55.500, en ámskeiðið stendur í 8 vikur og hefst í september og janúar.

Hægt er að sækja um undir flipanum “Umsóknir

Til að staðfesta umsókn þarf að greiða staðfestingargjald kr.10.000,- inn á reikning skólans: 0315-26-1319 kt. 620202-3630 sem dregst síðan frá námskeiðagjaldinu. Vinsamlegast sendið greiðslukvittun á: teb@teb.is.
ATH! Staðfestingargjöld fást ekki endurgreidd ef nemandi hættir við að taka þátt í námskeiðinu!

Þegar nær dregur, verðum við í sambandi við nemendur til að staðfesta tíma.

 

Hvernig gítar eiga nemendur að koma með?
Það er hægt að nota hvaða gítar sem er. Fyrir þá sem eiga eftir að kaupa gítar er gott að vita að svokallaður þjóðlagagítar (kassagítar með stálstrengjum) fellur mjög vel að viðfangsefninu.

Við hlökkum til að taka á móti þér og hjálpa þér að verða gítarleikari!

Scroll to top