Hljóðfæranám

Nám á hljóðfæri fer fram í einkatímum.

Nemendur mæta yfirleitt 2x 25 mínútur á viku.  Þegar nemandur hafa náð aldri og getu til, er val um að mæta einu sinni í viku 50 mínútur í senn.

Hljóðfæri sem við bjóðum upp á:
Píanó, Fiðla, Selló, Kontrabassi, Gítar og Raf-gítar, Rafbassi, Ukulele, Hljómborð, Harmóníka, Þverflauka, Slagverk.

Tónfræði
Tónfræðigreinar eru kenndar samhliða hljóðfæranámi samkvæmt aðalnámskrá tónlistaskóla, en skilgreind fög hennar eru: Tónheyrn, Hljómfræði, Tónlistarsaga, Formfræði og Kontrapunktur.

  • Nemendur hefja nám í tónfræði eftir 11 ára aldur.
  • Próf í Tónfræðagreinum helst í hendur við áfangapróf á hljóðfæri.

Scroll to top