Námsframboð

Forskólinn

6 ára börn mæta 1x í viku. Börn 7-9 ára mæta 2x í viku. Skipt í hópa eftir aldri.

Markmið forskólans er að búa nemendur sem best undir hljóðfæranám. 
Nemendur fá alhliða þjálfun í tónlist. Mikið er lagt upp úr að nemendur læri tónlist í gegnum söng, hlustun, hreyfingu, leik og sköpun. Ýmis tákn og hugtök tónlistarinnar eru kynnt og nemendum er kennt að leika á ásláttarhljóðfæri.                                                                                                                                                                       6 ára börn nota söng og slagverkhljóðfæri sem aðalhljóðfæri, 7 ára nemendur læra á Kantele og 8-9 ára nemendur á blokkflautu.

Félagslegi þátturinn er mjög viðamikill í forskólanáminu, þar sem kennt er í hópum.

Forskólanemendur taka virkan þátt í tónleikahaldi skólans.

Hljóðfæranám

Nám á hljóðfæri fer fram í einkatímum, ein kennslustund á viku.

Þegar um byrjendur er að ræða nýtist tíminn nemandanum betur þegar kennslustundinni er skipt í tvennt þ.e. tvær mætingar á viku.

Hljóðfæri sem við bjóðum upp á:

Píanó, fiðla, selló, kontrabassi, gítar og raf-gítar, rafbassi, hljómborð, harmóníka, þverflauta, trommur/slagverk.

Tónfræði

Tónfræðigreinar eru kenndar samkvæmt aðalnámskrá tónlistaskóla, en skilgreind fög hennar eru:
Tónheyrn, Hljómfræði, Tónlistarsaga, Formfræði og Kontrapunktur.  Próf í Tónfræðagreinum helst í hendur við áfangapróf á hljóðfæri.

 

Námskeið

Ef þú vilt ekki fara hefðbundna klassíska leið í náminu eða vilt kynnast hljóðfærunum betur, eru námskeið frábær leið. Námskeið standa yfir í 10 vikur í senn og er kennt í hóptímum.

Námsmöguleikar: hljómborð, gítar, bassa og slagverk/trommur

Frekari upplýsingar um námskeiðin má finna hér

Scroll to top