Upplýsingar vegna Covid-19

VIÐMIÐ UM TAKMARKANIR Á SKÓLA-OG FRÍSTUNDASTARFI VEGNA COVID-19

Í þeim samfélagslegu aðstæðum sem nú eru leggur Samband íslenskra sveitarfélaga höfuðáherslu á að fylgja í einu og öllu fyrirmælum opinberra aðila sem stýra aðgerðum til  varnar útbreiðslu COVID veirunnar. Föstudaginn 13. mars 2020 settu sóttvarnarlæknir, fulltrúi almannavarna, forsætisráðherra, menntamálaráðherra og heilbrigðisráðherra fram tilmæli um skipulag skólahalds næsta mánuðinn vegna stöðunnar. 

Sveitarfélögin í landinu sameinast um að samræma aðgerðir í skipulagi skóla- og frístundastarfs fyrir þetta tímabil eins og kostur er. Skóla- og frístundastarf mun fara fram með takmörkunum. Leikskólar og grunnskólar sinna börnum og unglingum sem eru viðkvæmustu hópar samfélagsins og því þarf að huga vel að virkni þeirra og vellíðan.  Þá ber að hlúa að starfsfólki sem starfar innan skóla- og frístundastarfs en þessi hópur sinnir mikilvægum störfum í samfélaginu.

Samband íslenskra sveitarfélaga fylgist vel með þeim breytingum sem kunna að verða á takmörkunum á skólahaldi. Við tökum höndum saman svo að allt starf geti farið fram af yfirvegun og æðruleysi. Sveitarfélögin færa þakkir til alls þess fjölda fagfólks á vettvangi sem tekur að sér skipulagningu skóla- og frístundastarfs næstu vikur við fordæmalausar aðstæður.

Meðfylgjandi eru viðmið sem unnin hafa verið í samstarfi fræðsluyfirvalda á höfuðborgarsvæðinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þau geta nýst sveitarfélögum við útfærslu þeirra á starfi sem nú er takmarkað skv. auglýsingu heilbrigðisráðherra frá 13. mars.

SÓTTVARNIR

ÞRIF verði í samræmi við reglur, t.d. að ef blöndun hópa er í sömu stofu þarf að þrífa á milli.

Við í Tónskóla Eddu Borg sjáum til þess að hljóðfæri og annar snertiflötur í kennslustofum séu hreinsum á milli tíma. Einnig höfum við komið fyrir sprittbrúsum og sótthreinsiklútum í skólanum og fyrirskipum handþvott áður en nemandi fer inn í kennslustofu.

TÓNLISTARSKÓLAR

  • HLJÓÐFÆRA-/SÖNGKENNSLA EN ENGIN HÓPAKENNSLA.
  • Tímar vegna hljóðfærakennslu/ söngkennslu fari fram í húsnæði eða heimastöð tónlistarskóla/skólahljómsveita.
  • Hóptímar s.s. hljómsveitartímar, hópæfingar, tónfundir, forskóli og tónfræðitímar falli niður.
  • Allir viðburðir tengdir þessari starfsemi falli niður. Viðmið þessi taka einnig til tónlistarnemenda sem eru eldri en 18 ára.
  • Lögð er áhersla á að leitað sé leiða til að viðhalda virkni óháð fjarveru/niðurfellingu. Nákvæm útfærsla verður ólík milli skóla/sveitarfélaga

Það gæti komið til skerðingar á skólastarfi og ekki er reiknað með að hægt sé að taka nemendur út úr skólum á skólatíma til að fara í aðrar stofnanir. Vegna mögulegrar skerðingar skóladags og mismunandi lausna í skólasamfélaginu þarf að endurskoða allar tímasetningar kennslunnar og er mælst til þess að það sé gert í nánu samstarfi við foreldra.

Almennt er hvatt til að allir kennarar geri það sem í þeirra valdi stendur til að styðja við virkni nemenda sinna hvað varðar tónlistarnámið.

Sé ekki hægt að bjóða nemenda einkatíma/samkennslu í heimastöð/tónlistarskóla vegna kennara í sóttkví eða ef nemandi sé í sóttkví eða aðrar sérstakar ófyrirséðar aðstæður sem tengjast C19 er hugsanlega hægt að fylgja nemanda eftir með öðrum hætti. t.d. símasambandi. Ef kennari / nemandi veikist þá falla tímarnir niður.

Scroll to top